GÓÐ RÁÐ
Hafðu eftirfarandi í huga þegar þú talar við einstakling með málstol svo samskiptin gangi sem best:
-
Náðu athygli áður en þú byrjar að tala.
-
Haltu augnsambandi og fylgstu með líkamstjáningu.
-
Takmarkaðu hvers kyns truflun í umhverfinu: slökktu á sjónvarpi og útvarpi.
-
Ekki tala óeðlilega hátt. Málstol er ekki það sama og heyrnarleysi.
-
Notaðu einfalt mál (þó ekki barnamál). Ekki tala niður til eða yfir viðkomandi.
-
Notaðu stuttar setningar. Endurtaktu lykilorð - þau sem skipta mestu máli fyrir samhengið.
-
Hægðu á talinu.
-
Gefðu þér nægan tíma.
-
Gefðu viðkomandi nægan tíma til að tala. Forðastu að botna setningar.
-
Sumum einstaklingum gengur betur að skilja ef teikningar, látbragð, skrifuð lykilorð, svipbrigði eða myndir eru notaðar til stuðnings.
-
Biddu viðkomandi um að teikna, skrifa eða benda þegar stendur á munnlegum svörum.
-
Spurðu já/nei spurninga.
Það er einstaklingsbundið hvaða aðferðir virka best. Talmeinafræðingur getur aðstoðað við að finna hentugar og skilvirkar samskiptaleiðir.
Heimildir: