top of page
góð ráð1.png

GÓÐ RÁÐ

Hafðu eftirfarandi í huga þegar þú talar við einstakling með málstol svo samskiptin gangi sem best:

  1. Náðu athygli áður en þú byrjar að tala.

  2. Haltu augnsambandi og fylgstu með líkamstjáningu. 

  3. Takmarkaðu hvers kyns truflun í umhverfinu: slökktu á sjónvarpi og útvarpi. 

  4. Ekki tala óeðlilega hátt. Málstol er ekki það sama og heyrnarleysi. 

  5. Notaðu einfalt mál (þó ekki barnamál). Ekki tala niður til eða yfir viðkomandi. 

  6. Notaðu stuttar setningar. Endurtaktu lykilorð - þau sem skipta mestu máli fyrir samhengið. 

  7. Hægðu á talinu.

  8. Gefðu þér nægan tíma.

  9. Gefðu viðkomandi nægan tíma til að tala. Forðastu að botna setningar.

  10. Sumum einstaklingum gengur betur að skilja  ef teikningar, látbragð, skrifuð lykilorð, svipbrigði eða myndir eru notaðar til stuðnings. 

  11. Biddu viðkomandi um að teikna, skrifa eða benda þegar stendur á munnlegum svörum. 

  12. Spurðu já/nei spurninga. 

Það er einstaklingsbundið hvaða aðferðir virka best. Talmeinafræðingur getur aðstoðað við að finna hentugar og skilvirkar samskiptaleiðir.

Heimildir: 

http://www.asha.org/public/speech/disorders/Aphasia/

Góð ráð: About
bottom of page