top of page
Hrörnunarmálstol.png

Hrörnunarmálstol

Hrörnunarmálstol (e. primary progressive aphasia eða PPA) orsakast af hrörnun í framheila- og gagnaugablaði heilans (e. frontotemporal dementia). 

 

Þetta er sjaldgæf tegund málstols og stafar ekki af áfalli eða áverka eins og aðrar tegundir, heldur hrörnun í heilanum, sem veldur hægfara, versnandi málstoli.

 

Einkennin eru væg í byrjun þannig að fólk getur átt í erfiðleikum með að fylgja eftir samtölum og skilja lengri eða flóknari setningar. Þá getur fólk átt erfitt með að tjá hugsanir sínar líkt og áður og fundið fyrir miklum orðminniserfiðleikum. Einkennin fara svo hægt versnandi og fólk missir smá saman getuna til að tala, lesa, skrifa og skilja talað mál. 

Engin lækning er til við hrörnunarmálstoli en talmeinafræðingar geta greint einkenni og veitt ráðgjöf, kennt ubbótaraðferðir (t.d. óhefðbundnar tjáskiptaaðferðir) og aðferðir til að viðhalda færni eins lengi og hægt er. Einnig er mikilvægt að aðstandendur afli sér upplýsinga um málstol og hvernig best sé að haga samskiptum.

Í meistararitgerð Ingibjargar Rúnarsdóttur talmeinafræðings um "Hrörnunarmálstol í íslensku samhengi og þýðing á PASS-kvarðanum" er að finna ítarlegar upplýsingar hrörnunarmálstol á íslensku. 

 

Heimildir:

https://www.mayoclinic.org/diseases-conditions/primary-progressive-aphasia/symptoms-causes/syc-20350499

https://www.aphasia.org/aphasia-resources/primary-progressive-aphasia/

Góð ráð: About
bottom of page