top of page
Samskiptastuðningur
Viðmælendaþjálfun er ein tegund samskiptastuðnings. Viðmælendaþjálfun er þegar fræðslu eða þjálfun er beint að einhverjum öðrum en þeim sem er með málstol, með það að leiðarljósi að bæta samskiptin þeirra á milli. Margir forðast að eiga samskipti við einstaklinga með málstol vegna þess hve erfitt það reynist þeim. Viðmælendaþjálfun er því ekki síður mikilvæg en bein talþjálfun. Viðmælendur geta m.a. verið:
• Fjölskyldumeðlimir
• Umönnunaraðilar
• Vinir
• Heilbrigðisstarfsfólk
• Starfsfólk félagsþjónustu
• Ýmsir ráðgjafar
Í meistararitgerð Önnu Berglindar Svansdóttur talmeinafræðings um "Samskipti við fólk með málstol" er að finna ítarlegar upplýsingar um samskiptastuðning og viðmælendaþjálfun.
Viðmælendaþjálfun: About
bottom of page